Um hvað snýst Kara Connect?

Okkar æðsta markmið er að hafa jákvæð áhrif á velferð og líðan fólks. Við trúum því í fullri einlægni að hamingja starfsfólks skili sér í rekstrinum og þess vegna erum við ákveðin í að gera stuðning fyrir starfsfólk aðgengilegri og einfaldari. Þess vegna höfum við líka alltaf miðað að því að byggja upp vinnustaðamenningu sem býður öll velkomin og fagnar fjölbreytileikanum – og það skilar sér. Við erum allskonar og allskynja, tæknimenntuð og hugvísindamenntuð, skapandi jafnt sem skipulögð, skemmtileg og skörp. Það er það sem Kara Connect snýst um.

Hero Banner

Stuðningur við starfsfólk á hvaða skala sem er

40 k
40 þúsund notendur á velferðartorginu
200 k
200 þúsund tímabókanir í gegnum Köru
100 s
Hundruð viðurkenndra sérfræðinga
5 x
Forvirkur stuðningur skilar sér 5-falt til baka*

Hvers vegna Kara?

Alhliða inntökuferli

Við tryggjum að allir sérfræðingar sem Kara býður upp á hafi þá frábæru menntun og reynslu sem samfélagið okkar krefst.

Framfaramiðuð

Við erum alltaf að læra og prófa nýja hluti út frá rannsóknum, gögnum og endurgjöf. Við fylgjumst grannt með, hlustum vel og erum óhrædd við nýjungar og breytingar til hins betra.

Trúnaður og öryggi

Kara uppfyllir alla skilmála GDPR og tryggir öryggi og trúnað að fullnustu. Viðtalstímar með sérfræðingum á vegum Köru eru alltaf bókaðir af notandanum og um þá ríkir fullur trúnaður.

Breitt samfélag sérfræðinga

Á velferðartorginu okkar getur starfsfólkið þitt valið úr einstöku úrvali sérfræðinga á heimsmælikvarða, meðal annars ráðgjafa, markþjálfa og þjálfara auk sálfræðinga og heilbrigðisþjónustu.

Sérsniðin velferðarlausn fyrir þinn rekstur

Untitled design (12)

Hannað fyrir fyrirtækið þitt

Fyrirtækið þitt er einstakt og hefur einstakar þarfir. Við sjáum til þess að þessum þörfum sé mætt.

users-1

Hannað fyrir þína stærð

Það er lítið mál að nota Köru, hvort sem þú ert með lítið eða stórt fyrirtæki. Kara er teygjanleg lausn.

heart

Hannað fyrir þitt vörumerki

Velferðartorgið tekur á sig ásýnd og yfirbragð vörumerkisins þíns til þess að tryggja snurðulausa notendaupplifun. Láttu starfsfólkinu þínu líða eins og það sé heima hjá sér.

Viltu auka framleiðni, lengja starfsaldur og gera ráðningar auðveldari?

Hafðu samband og við sýnum þér hvernig Kara Connect er fullkomin lausn fyrir starfsfólkið þitt og fyrirtækið þitt.