Við erum Kara Connect

Í grunninn snýst allt sem við erum um velferð okkar. Þegar við leggjum rækt við velferðina blómstrum við.


Okkar skuldbinding snýr að því að auðvelda fólki að fá þann stuðning sem það þarfnast, þannig að það geti lifað innihaldsríku og hamingjuríku lífi.

About-us_-Karaconnect
git-fork

Velsæld í áratug

Kara Connect var stofnað árið 2014 og var upprunalega hugsuð sem leið fyrir fagaðila til að tengjast skjólstæðingum sínum. Tobba, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru, var fljót að bera kennsl á hversu mikilvægt það væri að fjarlægja hindranir og auka aðgengi að stuðningi fyrir andlega heilsu og vellíðan.


Eftir að faraldurinn skall á þróuðumst við og stækkuðum til að mæta aukinni þörf fyrirtækja fyrir árangursríkar lausnir til að bæta líðan starfsmanna.


Velferðartorgið okkar mætir einmitt þeirri þörf. Kara Connect gerir vinnuveitendum kleift að veita starfsfólki sínu greiðan aðgang að sérsniðinni markþjálfun og annarri sérhæfðri þjónustu.

bookmark

Að valdefla starfsmenn og styrkja fyrirtæki

Okkar hlutverk er að ryðja öllum aðgengishindrunum að faglegum stuðningi úr vegi, hafa jákvæð áhrif á líðan fólks og gera fyrirtækjum kleift að dafna.  

 

Það getur verið krefjandi og yfirþyrmandi verkefni að bæta líðan starfsmanna en við getum einfaldað skjólstæðingum okkar lífið allverulega. Allt sem við gerum miðar að því að gera starfsfólki kleift að hafa fulla stjórn á eigin vellíðan.


Öruggt og stöðugt stuðningskerfi okkar kemur í veg fyrir að smámál verði að stórum vandamálum.  

Skuldbinding okkar gagnvart þér og þínum þörfum

path-3
Vinsemd og skilningur

Við viljum tengjast viðskiptavinum okkar og notendum á persónulegu nótunum. Við leggjum okkur fram við að skapa gott umhverfi sem hvetur til opinna tjáskipta og skilnings. 

path-3
Gæði og skilvirkni

Að veita bestu mögulegu þjónustuna byggir á því að vandað sé til verks. Við leggjum okkur fram við að gera stöðugar umbætur á vörum og þjónustu til að tryggja að þær uppfylli ströngustu kröfur um framúrskarandi árangur.

path-3
Virðing og traust

Traust er undirstaða allra farsælla samskipta. Við leggjum mikla áherslu á opin og heiðarleg samskipti og leggjum okkur fram við að koma ávallt fram við skjólstæðinga okkar og notendur af virðingu og reisn.

path-3
Vöxtur

Vöxtur er forsenda velgengni og sjálfbærni og við reynum alltaf að grípa tækifæri til að vaxa og dafna í samræmi við tilgang okkar og gildi. Við erum skuldbundin til vaxtar og það gerir okkur kleift að aðlagast, þróast og dafna.

path-3
Ábyrgð

Við leggjum okkur fram við að nýta færni okkar og úrræði til að efla geðheilsu og vellíðan skjólstæðinga okkar og notenda. Við skiljum samfélagslega ábyrgð okkar og leggjum okkur fram um að styðja og efla samfélagið okkar.

path-3
Hugrekki

Framfarir krefjast hugrekkis. Við hvetjum teymið okkar til að taka áhættu, ögra óbreyttu ástandi og hugsa út fyrir rammann til að búa til nýstárlegar lausnir sem mæta sífellt breytilegum þörfum viðskiptavina og notenda.

Thorbjörg Helga Kara connect feb 2018 1

Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp menningu fyrir alla og fjölbreytt teymi. Við erum allskonar og allskynja, tæknimenntuð og hugvísindamenntuð, skapandi jafnt sem skipulögð, skemmtileg og skörp. Það er það sem Kara Connect snýst um.

Þorbjörg Helga (Tobba)

stofnandi og framkvæmdastjóri

Við völdum Köru því það gerir starfsfólki okkar kleift að sækja sér þá faglegu aðstoð sem þau þurfa án þess að ráðfæra sig við milliliði og yfirmenn.

Unnur Jónsdóttir-1
Unnur Jónsdóttir
Leiðtogi í öryggis- og heilsumálum hjá Orkuveitu
Reykjavíkur

Það minnkaði álag á millistjórnendurna okkar að nota Köru Connect – því nú getur starfsfólk sótt sér faglega hjálp á eigin spýtur, hvað sem þau kunna að þurfa.

siggi thorarinsson
Sigurður Þórarinsson
CTO
Landspítalanum

Kara Connect er frábær lausn fyrir nemendur og starfsfólk. Á meðan faraldrinum stóð var erfitt að ræða málin í persónu, svo það var gott að hafa möguleikann á að vinna á netinu, sem var stundum bráðnauðsynlegt. Enn þann dag í dag er mjög þægilegt að geta unnið hvort sem er á netinu eða í persónu eftir aðstæðum.

irmgard_schroeder-1-1
Irmgard Schroeder
sálfræðingur
Lúxemborgarháskóla

Vertu til staðar fyrir starfsfólkið þitt

Forvirk nálgun á velferð starfsfólks virkar – ekki bara fyrir geðheilsu starfsfólksins heldur fyrir afkomu fyrirtækisins líka.