-
Einföld umsjón með öllum víddum starfsins á einum stað
-
Uppfyllir skilmála GDPR, 100% öruggy og trúnaður tryggður
-
Þú færð alltaf greitt fyrir fjarvistir og seinar afbókanir
Auðveldaðu fólki í leit að hjálp að finna þig
Bókanir, fundir, glósur og greiðslur eru leikur einn með Köru Connect. Með Köru geturðu náð til stærri hóps í leit að aukinni hamingju, heilsu og lífsfyllingu á öruggan og einfaldan hátt.



Heildræn nálgun á velferð

Sálræn velferð
- Kvíði
- Þunglyndi
- Áföll
- Núvitund
- Fagleg

Atvinnumiðuð velferð
- Kulnun
- Markþjálfun
- Vinnustaðaráðgjöf
- Þroski á starfsferli

Félagsleg velferð
- Foreldraráðgjöf
- Samskiptaráðgjöf
- Hjónabandsráðgjöf
- Sambandsráðgjöf

Líkamleg velferð
- Næringarþjálfun
- Svefnmeðferð
- Sjúkraþjálfun
- Vímuefnanotkun

Fjárhagsleg velferð
- Skuldaráðgjöf
- Fjármálaráðgjöf
- Fjárfestingaráðgjöf
- Eftirlaunaráðgjöf
Hvers vegna nota sérfræðingar Köru Connect?
Mér hefur þótt Kara vera einföld í notkun, og skjólstæðingum mínum hefur þótt það líka. Raunar hefur Kara slegið í gegn hjá þeim, því þeim finnst gott að hafa sveigjanleikann. Svo hefur mörgum þótt frábært að geta notað öruggt vefsvæði því þeim finnst betra að fá meðferð annarsstaðar en í nærumhverfi sínu.
-1.png)
Clodagh McGrath
Kara Connect hefur gert mér kleift að minnka tímann sem fer í að halda utan um bókanir og reikningagerð, því það er allt á einum stað. Kara heldur líka utan um allar glósurnar mínar á öruggan og aðgengilegan hátt – svo það er lítið mál að grípa til þeirra í miðjum tíma. Ég get líka veitt skjólstæðingum mínum aðstoð óháð staðsetningu, bæði þeirra og minnar eigin. Það sem er þó mikilvægast að mínu mati er að Kara Connect hafi fengið viðurkenningu Landlæknisembættisins.

Hjalti Jónsson
Ég hef notað Köru Connect í um tvö ár núna til þess að hafa umsjón með fjarmeðferðarþjónustunni minni. Kara fylgir ströngum reglum Evrópusambandsins um gagna- og persónuvernd, GDPR, í ystu æsar. Svo er mjög þægilegt að Kara sé með innbyggt greiðslukerfi, sem einfaldar allt bókhaldið mitt til muna. Mér finnst samt mikilvægast hvernig Kara bætir aðgengi að hjálp fyrir skjólstæðinga mína.

Heimir Snorrason
Vertu hluti af sérfróðu samfélagi

Fagmennska
Allir sérfræðingarnir okkar hafa hlotið viðurkenningar, þjálfun og starfsleyfin sem þarf til þess að bjóða upp á örugga og áhrifaríka aðhlynningu.

Aðgengileiki
Sérfræðingarnir okkar eiga það sameiginlegt að vilja bæta aðgengi skjólstæðinga sinna að þeirri hjálp sem þau þurfa, með fjarþjónustu þegar þörf krefur.

Reynsla
Allir sérfræðingarnir okkar búa yfir mikilli starfsreynslu og hafa sannað sig fyrir skjólstæðingum sínum með meðferð og ráðgjöf sem skilar árangri.

Framsýni
Sérfræðingar Köru eru forvitnir og spenntir fyrir nýjungum og hafa puttann á púlsinum með tilliti til framþróunar á svínu sviði – og eru fljót að innleiða nýjungar til þess að bæta þjónustuna sína.

Virðing
Sérfræðingar Köru sjá til þess að skjólstæðingurinn upplifi virðingu og þægindi – fyrir og eftir hvern tíma og á meðan tímanum stendur.

Straumlínulagaðu starfið þitt


Áreynslulaus vöxtur
-
Breiðari kúnnahópur
-
Fyrirsjáanlegri velta og vinnuálag
-
Aukinn sveigjanleiki og jafnvægi milli atvinnu og frístunda

Auðveld og þægileg innskráning
-
Skráðu þig hjá Köru Connect
-
Settu upp aðgang
-
Bókaðu nýja skjólstæðinga
Algengar spurningar
Þegar þú skráir þig hjá Köru færðu 30 daga reynslutímabil þar sem þú getur notað alla eiginleika Köru frítt. Þegar 30 daga reynslutímabilinu lýkur verður kortið sem þú notaðir við skráninguna rukkað. Upphæðin tekur mið af fjölda sérfræðinga sem þú hefur skráð.
Við höldum að þú eigir eftir að elska að nota Köru og að líkindum muntu vilja halda áfram að nota hana. Svo aðgangurinn þinn lokist ekki sjálfkrafa að reynslutímabilinu loknu biðjum við því um greiðslukortaupplýsingar í upphafi. En engar áhyggjur, við rukkum þig ekkert á meðan reynslutímabilið stendur yfir, og þú getur alltaf sagt áskriftinni upp.
Við rukkum fyrir mánaðarlegu áskriftargreiðsluna sem tekur mið af leiðinni sem þú valdir. Auk þess rukkum við €10 á mánuði fyrir hvern sérfræðing sem notar auðkenningu með rafrænum skilríkjum, en það er valfrjálst og á aðeins við um íslenska ríkisborgara.
Ef þú ákveður að rukka fyrir tímana þína í gegnum Kara Connect geturðu notað Kara Pay og fengið greiðslur beint inn á valinn bankareikning. Til þess að gera það þarftu að sýna fram á gild persónuskilríki við virkjun Kara Pay í þágu öryggissjónarmiða.
Nei, það er engin lágmarksbinding. Kara Connect rukkar einfaldlega fyrir hvern mánuð sem er í áskrift og þú getur sagt henni upp hvenær sem er. Við erum þó alltaf að vinna að umbótum og nýjungum í þjónustu – svo ekki hika við að fylgjast með því sem er í bígerð eða heyra í okkur hljóðið ef þú ert að hugsa þig um.
Við tökum við öllum viðurkenndum kreditkortum, en aðeins á vefnum.
Kara Connect sýnir góðgerðarsamtökum og öðrum félagasamtökum sem starfa að bættu samfélagi alltaf virkan stuðning með afsláttum og betri kjörum. Ekki hika við að heyra í okkur. Við reddum því.
Ertu ekki viss um hvaða áskriftarleið hentar þér best? Sendu okkur línu.
Taktu reksturinn á næsta stig strax í dag
Finndu hvernig Kara Connect straumlínulagar verkefnaflæðið þitt, hjálpar þér að nota tímann þinn betur, og það sem er allra mikilvægast – hvernig Kara gerir þér kleift að vera til staðar fyrir skjólstæðinga þína á þeirra forsendum.